KLETTAFJARA

Klettafjörur og stórgrýtisfjörur er helst að finna þar sem nokkurs brims gætir og þar sem fjaran er fyrir opnu hafi. Þar er fjölbreytt líf bæði dýra og þörunga.

Brim og undirlag hefur líklega langmest áhrif á hvers konar lífríki er að finna í fjörunni.

Þar sem brim er mikið eru flestar lífverur fastar við botninn en hreyfanlegar lífverur geta þó þrifist þar í skjóli undir þanginu. Eftir því sem brimið minnkar eykst fjöldi hreyfanlegra lífvera í fjörunni.