GRUNNSÆVI
Grunnsævi kallast svæði í hafinu sem er næst landi og er þá gjarnan miðað við 50 m dýptarlínu. Þaraskógurinn einkennir þetta svæði.
Frumframleiðni sjávar er mest í þessu belti og þar er plöntu- og dýralíf mjög fjölbreytt. Seiði margra nytjafiska leita sér skjóls í þaraskóginum og alast þar upp.