Í þessum hluta er fjallað um innri gerð jarðar, hvernig hún skiptist í kjarna, möttul og skorpu og hvað einkennir hvert um sig.
Einnig er fjallað um Alfred Wegener, fyrstu hugmyndir hans um landrek og hvernig þær hugmyndir þróuðust með aukinni þekkingu yfir í svonefnda flekakenningu sem birtir okkur heimsmynd jarðfræðinnar.
Jarðskorpan er á sífelldri hreyfingu. Víða myndast því spenna sem að lokum verður til þess að skorpan brotnar og kippist til. Við það myndast jarðskjálftar. Jarðskjálftar verða einkum þar sem fellingafjöll myndast, á úthafshryggjum og þar sem eldvirkni er mikil.
Í þessum hluta er fjallað um hvað veldur eldgosum, hvað gerist þegar gýs, ólíkar gerðir eldstöðva, gosbelti á Íslandi og helstu eldstöðvar á landinu.
Hér er jafnframt tímalína yfir helstu eldgos á Íslandi frá 1902 og þrjár fræðslumyndir. Þær fjalla um eldvirkni á Íslandi, um gosið í Heimaey þar sem má meðal annars sjá afleiðingar eldgosa og um Surtsey.
Vefrallý um eldgos til útprentunar.