UPPBYGGING JARÐAR

Innri gerð jarðar
Vísindamenn afla þekkingar á eiginleikum efnis í iðrum jarðar og lagskiptingu hennar með jarðskjálftamælingum. Bylgjur berast út frá upptökum jarðskjálfta, líka niður í jörðina. Hraði þeirra breytist með dýpi og sumar berast ekki í gegnum fljótandi efni. Með því að skoða þessa eiginleika kemur í ljós að jörðin skiptist í jarðskorpu, möttul og kjarna, en ytri hluti hans er fljótandi.

Landrek
Árið 1910 setti þýski vísindamaðurinn Alfred Wegener fram landrekskenninguna. Það var ekki fyrr en með nákvæmum rannsóknum á hafsbotninum um 1960 að vísindamenn gerðu sér smám saman grein fyrir að jarðskorpan er gerð úr 15 misstórum flekum sem eru á sífelldri hreyfingu hver gagnvart öðrum. Eldvirkni og jarðskjálftar verða einkum mörkum þessara fleka.