Hjartatvíblaðka

Listera cordata

Lýsing

Tvö breiðhjartlaga, gagnstæð blöð eru um eða neðan miðju stönguls. Plantan er öll móleit og fíngerð. Blóm eru lítil, mógræn eða brúnrauð og með rauðmóleitri, klofinni vör. Klasinn er gisblóma.

Fræmyndunin gengur mjög fljótt og á stundum eru fræin þroskuð neðst í klasa en efstu blómin nýútsprungin. Fjölgar sér þó mest með rótaskotum.

Greiningarlykill


Blómskipan
Klasi/ax
Blómkróna
Annað
Blómlitur
Annað
Blaðskipan
Gagnstæð
Blaðlögun
Venjuleg heil
Blaðstrengir
Bogstrengjótt