BRIMBÚTUR
Cucumaria frondosa
Brimbútur er sæbjúga sem er 1540 cm langt og 510 cm þykkt. Það er sívalt eða tunnulaga og mjókkar til endanna. Oftast eru endarnir sveigðir upp á við. Á öðrum endanum er endaþarmsopið en á hinum er munnur og 10 greinóttir fæðuarmar sem brimbúturinn getur dregið inn í sig ef hann verður fyrir styggð.
Eftir endilöngum bolnum eru fimm belti af sogfótum sem brimbúturinn getur notað til að festa sig við botninn með og einnig til að færa sig úr stað. Húðin er þykk og virðist leðurkennd en er samt mjúk viðkomu. Brimbúturinn er svartur eða svarbrúnn á litinn á baki og síðum en heldur ljósari á kvið. Fæðuarmarnir eru svartir eða rauðleitir.
Ísland frá fjöruborði niður á meira en 200 m dýpi. Hann er algengastur á hörðum botni á grunnsævi en finnst einnig á sand- og leirbotni. Brimbúturinn lifir í Norður-Atlantshafi, norðan frá Norður-Íshafi suður á móts við Skotland austan megin Atlantshafsins en suður til Nýja Englands vestan megin.
Brimbúturinn lifir á svifdýrum og lífrænum ögnum sem hann veiðir með fæðuörmunum en þeir eru 10 og sitja í krans utan um munninn. Hann teygir armana út í strauminn og grípur þannig svifagnir sem berast með straumnum. Með jöfnu millibili stingur hann einum og einum armi upp í sig og sleikir af þeim fæðuna.
Þegar brimbúturinn æxlast losa kvendýrin egg og karldýrin sæði út í sjóinn þar sem frjóvgun verður. Eggið þroskast í sviflæga lirfu sem berst með straumum í nokkrar vikur. Þegar lirfan hefur tekið út þroska sinn í svifinu sest hún á botninn, fær smám saman útlit foreldra sinna og tekur upp lifnaðarhætti þeirra.