LANDSELUR

Landselur er minni en útselur. Hann er gildastur um miðjuna, hann hefur tvo stutta framhreifa og aftast eru tveir stærri hreifar. Á hverjum hreifa eru fimm fingur eða tær. Á milli afturhreifanna er dindill. Landselur er steingrár á lit með ljósum og dökkum flekkjum á baki en ljósgrár á kvið og neðan til á hliðum. Hann getur orðið um 2 m á lengd og vegið meira en 100 kg. Brimlarnir eru stærri en urturnar. Landselir geta orðið um 30 ára gamlir°.


Spila myndband
Samkvæmt gamalli þjóðtrú þótti það boða illt ef selur synti þvert á stefnu báts þegar farið var í róður.

Landselur Landselur heldur sig við ströndina allan ársins hring. Hann er allt í kringum land og heldur sig bæði við klettastrendur og sandstrendur. Við suma árósa eru landselir algengir. Landselir halda sig oft tugum eða hundruðum saman í látrum sem eru kæpingarstöðvarnar.

loading