LITLI KARFI
Sebastes viviparus
Litli karfi er fremur stuttur, hár og þunnvaxinn beinfiskur. Hann er hausstór með stór augu og er yfirmynntur, þ.e. neðri skoltur nær lengra fram en sá efri. Á vanga eru fimm broddar sem allir snúa aftur. Einn bakuggi nær frá haus aftur á stirtlu. Stuttur raufaruggi er undir stirtlunni. Eyruggar eru fremur stórir en kviðuggar litlir. Litli karfi er ljósrauður á baki og hliðum, en ljós á kviði. Ofan til á tálknalokunum er svartur blettur. Fullvaxinn er litli karfi oftast 20 til 30 cm langur.
Spila myndband
Litli karfi gýtur lifandi afkvæmum. Getnaður fer fram síðsumars og eggin þroskast og klekjast út í kvið hrygnunnar. Hrygningin verður á vorin og verða seiðin fyrst sviflæg en leita botns í lok sumars.