Landrek

Árið 1912 setti Alfred Wegener (1880–1930) fram tilgátuna um að allt yfirborð jarðar hafi verið fast saman í einu meginlandi fyrir u.þ.b. 200 milljónum ára. Hann nefndi það Pangaea sem merkir „öll lönd“. Wegener áleit að þetta meginland hefði klofnað í nokkra hluta. Nýju meginlöndin færðust í sundur og ný hafsvæði mynduðust á milli þeirra. Hann hélt því ennfremur fram að meginlöndin héldu áfram að hreyfast í tengslum við hvert annað. Þetta er kallað landrek og kenningin landrekskenningin.