Barneign
Fæðing
Eftir um níu mánaða meðgöngu eða 40 vikur er barnið tilbúið að koma í heiminn og fæðingin hefst.

Fæðingin er í tveimur stigum. Fyrst þarf leghálsinn að opnast og verða nægjanlega víður til að barnið komist út. Meðan á útvíkkuninni stendur getur móðirin verið með mikla verki sem kallast hríðir. Algengast er að útvíkkun taki um 6–8 klst.

HREYFIMYND

Fæðing