Kynheilbrigði
Kynheilbrigði
Að lifa kynlífi er manninum eðlislægt frá náttúrunnar hendi. Til að stuðla að ánægjulegu og heilbrigðu kynlífi er sjálfsagt að huga að getnaðarvörnum og forðast kynsjúkdóma.

Kynsjúkdómar eru sjúkdómar sem smitast við samfarir eða þegar kynfæri snertast. Besta leiðin til að forðast smit við samfarir er að nota smokkinn. Smokkurinn er í raun eina vörnin gegn kynsjúkdómum fyrir utan það að stunda ekki samlíf eða samfarir.

Margir kynsjúkdómar eru að mestu einkennalausir en geta valdið skaða, s.s. ófrjósemi. Suma kynsjúkdóma er auðvelt að meðhöndla með lyfjum en aðra ekki. Ef einhvern grunar að hann hafi smitast af kynsjúkdómi er mikilvægt að leita læknis.