Kynþroski
Að verða kynþroska

Að verða kynþroska þýðir að líkami stelpna og stráka sé fær um að geta barn. Hjá stelpum miðast það við að þær eru byrjaðar á blæðingum eða á túr eins og oftast er sagt og hjá strákum að þeir séu farnir að framleiða sáðfrumur og hafi haft sáðlát.

En þetta gerist ekki fyrirvaralaust. Líkaminn er oft mörg ár að undirbúa sig fyrir kynþroskann. Ýmsar breytingar verða á líkama og sál og sá tími sem þær taka nefnist kynþroskaaldur. Í upphafi kynþroskaaldurs taka margir vaxtarkipp en aðrir vaxa jafnt og þétt þar til fullum vexti er náð.

Stelpur geta byrjað á kynþroskaaldri um níu ára en strákar oftast ekki fyrr en um 12 ára. Yfirleitt eru breytingar kynþroskans gengnar yfir hjá stelpum um 16 ára aldur en hjá strákum um 17 ára. En mundu að við erum öll ólík og því er jafneðlilegt að byrja seint eða snemma á kynþroskaskeiðinu. Niðurstaðan verður sú sama. Allir verða kynþroska.

Kynþroski stráka

Kynþroski stráka

Kynþroski stelpna

Kynþroski stúlkna Þó að kynþroska einstaklingur sé fær um geta barn er ekki þar með sagt að hann sé tilbúinn til þess líkamlega og enn síður andlega. Þó að stelpa sé byrjuð að hafa blæðingar á líkaminn oft langt í land me?? að ná fullum þroska, t.d. á mjaðmagrindin eftir að breikka.

Í kaflanum Líkaminn getur þú skoðað nánar hvaða breytingar verða á líkamanum við kynþroskann. Á þessu tímabili ævinnar verða líka breytingar á hugsun, tilfinningum, áhugamálum og mörgu öðru. Ýmsar kenndir vakna sem þú hefur ekki fundið áður. Um það getur þú fræðst hér á vefnum.