> Kynfræðsluvefurinn
Getnaðarvarnir
Getnaðarvarnir
Þegar stelpa og strákur byrja að stunda kynlíf og hafa samfarir vilja þau gæta þess að ekki verði til barn. Þá þarf að huga að getnaðarvörnum.

Hlutverk getnaðarvarna er að koma í veg fyrir getnað. Margar tegundir getnaðarvarna eru á markaðnum og misjafnt er hvað hentar hverjum.

Nánari upplýsingar og ráðgjöf um getnaðarvarnir er hægt að fá á heilsugæslustöðvum, hjá læknum, skólahjúkrunarfræðingum og víðar.

Sjá einnig hjá Landlækni.