Lönd heimsins - Spánn
Heim
Leita
SPáNN
Fáni

Vm
P
að árið 2009 komu rúmlega 52 milljónir ferðamanna til Spánar.
Frumbyggjar landsins voru af þremur þjóðernum: Keltar í vestanverðu landinu, Íberar austan til og Baskar nyrst. Verslunarborgin Tartessos við ósa Guadalkívír í Andalúsíu hafði um 1000 verslunarsambönd norður með Atlantshafsströnd Evrópu. Varðveist hafa margar fornleifar frá ríki Tartessosmanna á Suður-Spáni.

Fönikíumenn höfðu nýlendur í landinu frá því um 1100 f.Kr. og höfðu verslunarsamskipti við Tartessos. Síðan réðu Karþagómenn og Grikkir nýlendum á Spáni og eftir árið 200 f.Kr. hertók rómverska heimsveldið allt landið. Rómverjar réðu ríkjum á Spáni næstu sjö aldir og höfðu djúp áhrif á þjóðina. Þjóðerni Kelta og Íbera hvarf og íbúarnir tóku upp mál með rætur í máli heimsveldisins, latínu. Það er enn talað og kallað spænska.

Á þriðju og fjórðu öld efldist kristin trú í landinu. Vesturhluti Rómaveldis féll á fimmtu öld e.Kr. og Vandalar, Vestgotar og germanskar þjóðir stofnuðu ríki í landinu. Þau ríki stóðu í um 200 ár. Árið 711 hertóku márar landið en þeir voru Norður-Afríkumenn, nánar tiltekið berbar frá Marokkó og Máritaníu, sem höfðu tekið íslamstrú. Meginhluti Spánar var íslamskur næstu fjórar aldir eða svo og sá tími var mikill blómatími. Spánn varð hluti hins íslamska heims sem var bæði auðugur og stóð á háu menningarstigi. Stórborgir voru byggðar á Spáni, eins og Cordoba, og læknavísindi, stærðfræði, stjörnufræði og aðrar vísindagreinar stóðu í blóma. Evrópskir miðaldamenn komust fyrst í veruleg kynni við fornaldararfleifð Grikkja og Rómverja á Spáni þegar ríki mára þar féll og Evrópumenn fóru að kynna sér vísindi mára.

Við fall síðasta vígis mára, Granada árið 1492, var allt ríkið sameinað undir stjórn kristinna manna. Konungurinn, Ferdinand V., kostaði landkönnunarferð Kólumbusar í tilefni af því en hann hugðist finna Asíu með því að sigla í vesturátt en ekki með fram Afríku eins og Portúgalar voru að reyna. Kólumbus sigldi vestur árið 1492 og uppgötvaði Ameríku. Spánn varð í framhaldi af því voldugt nýlenduveldi, gull og silfur streymdi í stríðum straumum til landsins en Indíánarnir í Ameríku voru ekki eins heppnir og fækkaði íbúum þar á skömmum tíma úr um 75 milljónum í um 10 milljónir.

Á 16. öld var Spánn öflugasta stórveldi Evrópu. Árið 1580 lagði Spánn Portúgal undir sig og hélt landinu til 1640. Á 16. og 17. öld biðu Spánverjar ósigur í styrjöldum, m. a. beið Flotinn ósigrandi, sem svo var nefndur, lægri hlut fyrir Englendingum í sjóorustu árið 1588. Spánverjar biðu einnig ósigur í styrjöld við Hollendinga um 1640. Upp úr því lauk stórveldistíma þeirra en Englendingar og Hollendingar urðu þá mestu Evrópustórveldin ásamt Frökkum.

Í Napóleonsstyrjöldunum hernámu Frakkar Spán og landsmenn fengu franskan konung árið 1808. Árið 1814 var Frökkum stökkt á brott úr landinu en nýlendubúar í Ameríku höfðu gripið tækifærið á meðan landið var hernumið og gert uppreisn gegn nýlenduveldinu. Nær allar nýlendur Spánverja í Ameríku fengu sjálfstæði á tímabilinu 1810-1820 nema Kúba.

Landið var fátækt og vanþróað alla 19. öldina og eftirbátur annarra Evrópuríkja í samfélagsþróun. Iðnaður efldist þó á ákveðnum svæðum, aðallega í Baskalandi og Katalóníu.

Á millistríðsárunum urðu einhver dramatískustu átök 20. aldarinnar á Spáni, spænska borgarastyrjöldin, 1936-1939. Árið 1936 komst vinstri stjórn til valda en landeigendur og borgarar gerðu uppreisn gegn henni undir forystu fasistans Fransisco Franco. Franco náði aðeins völdum á nokkrum svæðum við landamæri Portúgals en á öðrum svæðum hrundi vald landeigenda og kapítalista. Í tíu mánuði stýrði alþýða manna efnahag og þjóðfélagsmálum í lítt kunnri þjóðfélagsbyltingu sem líkja má við rússnesku byltinguna 1917. Einkaeign var afnumin og allt land þjóðnýtt.

Sjálf borgarastyrjöldin er betur kunn. Hún var eins konar forleikur síðari heimsstyrjaldar. Lýðveldissinnar börðust í þrjú ár gegn hersveitum fasista og fjöldi manna frá öllum löndum Evrópu og Ameríku lagði leið sína til Spánar til að berjast við hlið lýðveldisins. Auk þess studdu Sovétríkin lýðveldið. Fasistar studdu Þýskaland Hitlers og Ítalíu Mússólínis og þeir sendu vopn og hersveitir til stuðnings Franco. Fasistar sóttu smám saman fram og árið 1939 urðu lýðveldissinnar gefast upp.

Fjöldi lýðveldissinna flúði land en aðrir voru líflátnir. Franco var ekki steypt af stóli í lok síðari heimsstyrjaldar eins og kollegum hans Hitler og Mússólíní heldur stjórnaði hann landinu næstu 35 ár. Velmegun óx á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar en kröfur um lýðræði urðu háværar. Árið 1969 útnefndi Franco, Juan Carlos prins, eftirmann sinn. Franco dó árið 1975 og landið fékk Juan Carlos sem konung. Hann, ásamt Gonzáles forsætisráðherra, kom á lýðræði þótt á brauðfótum væri til að byrja með en ólga ríkti í Baskahéruðunum og Katalóníu. Á báðum þessum stöðum vildu íbúarnir sjálfstæði.

Landið gekk í Efnahagsbandalag Evrópu (Evrópusambandið) 1986 og efnahagur og menningarlíf hefur blómgast mjög á síðustu áratugum. Landið er ekki lengur eitt vanþróaðasta land Evrópu, heldur eitt af ríkustu löndum heims og lýðræði stendur föstum fótum.