Lönd heimsins - Suður-Kórea
Heim
Leita
SUÐUR-KÓREA
Fáni

Vm
P
að Suður- og Norður-Kórea hafa opinberlega staðið í stríði síðan 1950 þó samið hafi verið um vopnahlé 1953. Friðasamningar voru hins vegar aldrei undirritaðir og ríkin því enn formlega í stríði.
Hefðbundnar heimildir segja að hið forna konungsríki Choson hafi verið sett á fót á norðurhluta Kóreuskaga á þriðja árþúsundi f.Kr., sennilega af fólki frá norðurhluta Kína. Kína hertók landið árið 108 f.Kr. en síðar varð það sjálfstætt aftur og þróuðust þá þrjú ríki, Silla, Koguryo og Paekche. Silla hertók hin tvö ríkin á sjöundu öld e.Kr. og réð landinu allt til ársins 936 þegar Paekche konungsættin náði völdum.

Mongólar hertóku landið árið 1231 og héldu þar völdum um skeið en á 14. öld varð til konungsríkið Choson. Höfuðborg þess var í Seoul og réð Choson-konungsættin yfir landinu allt til ársins 1910. Frá 1636 lokaði Choson aðgangi að landi sínu en neyddist til að opna landið fyrir japönskum skipum árið 1873.

Um aldamótin 1900 deildu Rússar og Japanir um yfirráð í landinu og leiddi það til styrjaldar milli þessara tveggja stórvelda. Stríðið stóð frá 1904 til 1905 og Japanir gjörsigruðu þar Rússa. Eftir það varð Kórea verndarsvæði Japans.

Árið 1910 var landið formlega innlimað í Japan og hélst svo allt til loka síðari heimsstyrjaldar árið 1945. Eftir síðari heimsstyrjöld hernámu Bandaríkjamenn suðurhluta skagans sem landið dregur nafn sitt af og Sovétmenn nyrðri hlutann. Var ríkið stofnað á hernámssvæði Bandaríkjamanna. Lýðveldi var komið á í landinu árið 1948 og var Syngman Rhee, sem var hliðhollur Bandaríkjamönnum, settur í forsetastól. Hann stjórnaði ríkinu sem einvaldur væri.

Hermenn alþýðulýðveldis á norðurhluta skagans réðust inn í landið árið 1950 og nutu aðstoðar Kínverja. Herlið Sameinuðu þjóðanna, sem aðallega var skipað Bandaríkjamönnum, hrakti innrásarliðið af hinu herteknu landsvæði.

Samið var um vopnahlé árið 1953 án þess að landamærum væri breytt. Syngman Rhee var neyddur til að segja af sér árið 1960, herinn rændi völdum 1961 og andstæðingar stjórnarinnar voru ofsóttir.

Park forseti var drepinn í valdaránstilraun árið 1979 og í nýju valdaráni komst Chun Doo Hwan hershöfðingi til valda. Uppreisnartilraunir voru barðar niður með harðri hendi. Árið 1987 tók Rho Tae Woo við stjórnartaumunum. Töluverð iðnvæðing hefur orðið í landinu og framleiðsla landbúnaðarafurða er mikil. Hin síðari ár hefur stjórn landsins hneigst æ meir til lýðræðis og samskipti við bræðraþjóðina í norðri hafa aukist.

0.3314146461714529