Landrek

Vísindamenn segja að allt yfirborð jarðar bæði það sem er ofansjávar og það sem er undir vatni skiptist í 15 misstórar plötur eða fleka.

Þessir flekar liggi þétt hver að öðrum og hreyfingar eins hafi áhrif á aðra fleka sem liggi að honum. Flekakenning hefur komið í stað landrekskenningar.

Við getum notað hreyfingar flekanna og áhrif þeirra á aðra fleka til að útskýra þessi þrjú merkilegu náttúrufyrirbrigði:
•Jarðskjálfta
• Eldvirkni
• Myndun fjallgarða