Landrek

Við úthafshrygginn myndast nýtt yfirborð á hafsbotninum. Þetta gerist þegar heit bergkvika frá möttlinum þrýstist upp og ýtir hafsbotninum til hliðar í átt frá úthafshryggnum. Til hægri á myndinni sést hvernig djúpsjávartrog verður til þegar úthafsfleki þrýstist niður undir meginlandsfleka. Niðri í djúpinu, þar sem flekarnir nuddast hvor við annan, geta komið jarðskjálftar. Við núninginn myndast einnig svo mikill hiti að bergið bráðnar og bergkvikan getur leitað upp á yfirborðið. Við það verða eldsumbrot eða eldgos á yfirborði jarðar, eins og sést á hreyfimyndinni.