Kynþroski
Félagslíf og fyrirmyndir

Félagslíf

Á unglingsárum breytist margt. Áhugamál okkar verða oft önnur og vinahópurinn stækkar. Margir stunda íþróttir og listir og skólar og félagsmiðstöðvar bjóða upp á ýmsa dagskrá og afþreyingu. Margir unglingar taka því fegins hendi og vilja helst ekki missa af neinu sem í boði er. Aðrir sýna því minni áhuga og er það í góðu lagi. Áhugamál geta verið ólík sem og þörf fyrir félagsskap. Þetta á jafnt við um börn, unglinga og fullorðna.

Fyrirmyndir

Flest eigum við okkur einhverjar fyrirmyndir. Þegar við erum börn eru það gjarnan foreldrar, eldri systkini eða einhver nákominn. Þegar við eldumst víkkar sjóndeildarhringurinn og fyrirmyndirnar geta jafvel verið fólk utan úr heimi sem við höfum aldrei hitt. Einungis séð myndir af í blöðum eða sjónvarpi, oft einhverjir frægir, sætir eða klárir. En eru þessar fyrirmyndir raunverulegar? Eru þær í raun og veru eins og þær líta út fyrir að vera? Það er hægt að beita ýmsum blekkingum í myndefni.

Eru fyrirmyndir stelpna og stráka eins?