> Kynfræðsluvefurinn
Getnaðarvarnir
Pillan
Pillan
Pillan er getnaðarvörn fyrir stelpur eða konur. Hún er í töfluformi og inniheldur kvenhormón sem koma í veg fyrir egglos og varna því að egg taki sér bólfestu í leginu. Pillan er mjög örugg ef hún er tekin rétt.

Ýmsar aukaverkanir geta fylgt því að taka pilluna og má þar nefna höfuðverk, ógleði og þyngdaraukningu. Til eru ýmsar gerðir af pillunni og þarf að hafa samband við lækni til að fá hana.

Aðrar getnaðarvarnir sem innihalda hormón

Til eru ýmsar gerðir af öðrum getnaðarvörnum sem innihalda hormón eins og pillan. Þær eru Eins og pillan innihalda þessar getnaðarvarnir hormón sem koma í veg fyrir getnað. Þeim er öllum ávísað af lækni og eru mjög öruggar. Sumar þeirra henta frekar konum en stelpum.