> Kynfræðsluvefurinn
Getnaðarvarnir
Smokkur
Smokkurinn er þunnur gúmmípoki sem rúllað er upp á stinnt typpið. Hann er besta getnaðarvörnin fyrir ungt fólk sem er að byrja að stunda kynlíf. Ef hann er rétt notaður er hann mjög öruggur því hann kemur í veg fyrir að sáðfrumur komist inn í leggöng. Hann er auðveldur í notkun og fæst í næstu búð.

Smokkurinn er eina getnaðarvörnin sem er einnig vörn gegn kynsjúkdómum.

HREYFIMYND

Smokkur