> Kynfræðsluvefurinn
Getnaðarvarnir
Neyðarpillan
Neyðarpillan er ekki eiginleg getnaðarvörn heldur hormónalyf sem tekið er innan 72 klukkustunda eftir samfarir ef getnaðarvarnir hafa ekki verið notaðar eða þær brugðist. Tekin er ein pilla sem kemur í veg fyrir þungun.

Neyðarpilluna er hægt að fá í öllum lyfjabúðum og stundum hjá skólahjúkrunarfræðingum. Einungis þarf að biðja um að fá að tala við lyfjafræðing.

En mundu að neyðargetnaðarpillan er til að nota í neyð.