Brúnrotta er spendýr og nagdýr.
Brúnrotta kemur frá norðanverðri Austur-Asíu. Hún barst þa??an til Rússlands og Suður-Asíu. Þaðan barst hún með skipum til Evrópu og síðan um allan heim.
Brúnrottan kom til Reykjavíkur 1865 og á síðari hluta 19. aldar voru brúnrottur komnar um allt land.
Brúnrottan er 24–30 cm á lengd og halinn 18–20 cm langur.
Liturinn á henni getur verið mórauður, mógrár, gulgrár eða rauðgrár að ofan og ljósgrár á kviðnum. Fætur eru mjög lágir og það vottar fyrir sundfitum á milli tánna.
Brúnrottan er algeng í þéttbýli. Hún finnst í kjöllurum, geymslum, holræsum, hafnargörðum og öskuhaugum. Hún getur líka sest að í varplöndum og fuglabjörgum ef nóg er af fæðu.
Fengitími
Brúnrottur geta gotið fimm sinnum á ári og stundum oftar.
Meðgöngutími
Hún gengur með í 21–24 daga.
Fjöldi afkvæma
Brúnrottur eignast 7–8 unga að meðaltali í goti.
Ungarnir fæðast hárlausir og blindir. Þeir eru á spena í þrjár vikur.
Rottur eru fjölkvænisdýr. Hver karlrotta er með nokkrum kvenrottum og afkvæmum í hópi.
Rottur þekkja hver aðra á lyktinni. Ráðríki er í hópnum. Þær stærstu og sterkustu ráða mestu en þó eru allar rotturnar í hópnum góðar við ungana.
Brúnrottan er mjög fim að klifra og fer upp múrveggi og timbur sem ekki er mjög slétt. Hún syndir vel og er oft bara með snjáldrið upp úr vatninu. Hún er góð í að kafa og getur hlaupið eftir botninum í kafi.
Brúnrotta er almennt ekki nytjuð. Brúnrotta er þó formóðir hvítu tilraunarottunnar sem hefur gegnt mikilvægu hlutverki við vísindarannsóknir.
Brúnrotta Brúnrotta Brúnrotta
-
Rottueyra:
Garðjurt af hjartagrasætt.
Rotta sig saman:
Draga sig saman
Saga af tunglinu
Rottur
Vísa
Vísa
Púsl
Minnisleikur
Veistu svarið?