Minkur er spendýr og rándýr.
Það skiptir minkinn miklu máli, eins og refinn, að tileinka sér svæði eða óðal og verja það. Svæðið merkja þeir með saur og þvagi. Við endaþarmsopið er sérstakur kirtill sem gefur frá sér mjög lyktsterkt efni sem blandast saman við saurinn. Á þessu svæði gerir minkurinn sér nokkur greni. Grenin eru mjög misjöfn að stærð og sum eru með mörgum útgönguopum.
Minkur velur sér bústað í nánd við vatn, sjó eða læki og sækir mest af fæðunni í vatnið. Við sjóinn lifir hann aðallega á fiski árið um kring. En á sumrin veiðir hann líka fugla.
Minkaveiðar hafa verið stundaðar á Íslandi um nokkurt skeið..
Fengitími
Hann byrjar í mars og stendur fram í apríl.
Meðgöngutími
Um 46–50 dagar.
Fjöldi afkvæma
Læðan gýtur 3–12 hvolpum en að meðaltali um sjö.
Læðan gýtur í greni. (Greni er hola eða gjóta)
Hvolparnir fæðast hárlausir, blindir og tannlausir. Þeir eru um 7–10 grömm á þyngd sem er svipað og einn 50 króna peningur. Þeir eru búnir að fá tennur og sjón þegar þeir eru fjögurra vikna gamlir. Þeir lifa bara á mjólk fyrstu fimm vikurnar en þá fer læðan að veiða handa þeim. Þeir fara síðan að veiða með móður sinni tveggja mánaða gamlir.
Minkurinn var fluttur til Íslands árið 1931 til ræktunar. Það átti að ala minka í búrum og framleiða minkaskinn til sölu.
Árið 1932 sluppu minkar fyrst út úr búrunum, svo vitað sé, og næstu árin sluppu þeir oft. Nokkrum árum seinna fannst fyrsta minkagrenið úti í náttúrunni. Síðan hefur villiminkum fjölgað ört og finnast nú um allt land.
Villiminkar hér á landi eru oftast dökkbrúnir að lit. Þeir eru oftast með áberandi hvítan blett á hökunni og venjulega með hvítan blett á bringu og kvið.
Minkar sem eru ræktaðir á búum eru til í mörgum litum.
Ekki er vitað hve margir villtir minkar eru á Íslandi en um 35.000 minkar eru á minkabúum um allt land.
Minkurinn er vel syndur og getur kafað í eina mínútu í senn. Hann hefur sundfit að hluta milli tánna og notar aðalega framlappirnar til að synda.
Minkur er einfari og myndar ekki fjölskyldu. Högninn og læðan eiga hvort sitt óðal. Þau búa því ekkert saman, en læðan sér um hvolpana.
Á fengit??ma flakka högnarnir á milli óðala og parast við læður.
Minkur er harðsnúinn og duglegur að veiða. Tennur minksins eru beittar og hann hefur sterka kjálka. Hann drepur oft meira en hann getur étið strax og geymir þá fæðuna til seinni tíma. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir læðurnar á vorin vegna þess að þær verða að halda hita á ungunum í nokkrar vikur eftir að þær gjóta og hafa þá ekki mikinn tíma til að veiða.
Feldurinn er notaður í flíkur. Til dæmis pelsa eða húfur. Í einn pels fara 50 minkaskinn.
Minkabanar hafa tekjur af veiðunum.
Að vera eins og minkur í hænsnakofa:
Að valda stórtjóni eða vera stórhættulegur
Farðu yfir bláu hringina til að fá meiri upplýsingar.