Rotta er spendýr og nagdýr.
Svartrottan kemur frá sunnanverðri Asíu. Þaðan fór hún til Evrópu. Hún lifir mikið í skipum og hefur borist þannig milli landa.
Talið er að svartrotta hafi fyrst sést í Reykjavík árið 1919.
Svartrottan er mun minni en brúnrottan og með lengri hala. Bolurinn er 17–19 cm og halinn um 20–30 cm. Halinn er mun lengri en bolurinn. Svartrottan er oftast svartgrá á litinn að ofan og eitthvað ljósari á kviðinn.
Svartrottan er háðari manninum en brúnrottan. Hún finnst helst í húsum þar sem hún kemst inn í hola veggi eða upp á loft. Hún er mjög dugleg að klifra. Þar sem bæði brúnrottur og svartrottur eru til staðar lifir svartrottan oftast á háaloftinu en brúnrottan í kjallaranum og skólplögnum.
Svartrottan er mjög vel útbúin til klifurs. Undir hárlausum iljum hennar eru skorur sem auka mjög grip fótanna. Þetta eru þó ekki sogskálar eins og margir halda heldur djúpar skorur sem hjálpa dýrunum við að halda sér föstum þegar þau klifra.
Fengitími
Svartrottur gjóta þrisvar til fimm sinnum.
Meðgöngutími
Hún gengur með í 21 dag.
Fjöldi afkvæma
Hún eignast 5–7 unga í goti
Ungarnir fæðast hárlausir og blindir.
Þekkt eru þrjú litaafbrigði af svartrottu. Eitt þeirra er svart og það er algengast. Hin afbrigðin eru ýmist grámórauð, dökkgrá eða brún á baki en með ljósan kvið.
Mikil litaafbrigði einkenna svartrottustofninn sem spratt upp í Vestmannaeyjum í lok síðustu aldar.
Svartrottur eru fjölkvænisdýr. Þær mynda samfélög þar sem eitt karldýr ríkir yfir fáeinum öðrum karldýrum, nokkrum kynþroska kvendýrum, ókynþroska rottum og ungum.
Rottur geta valdið miklu tjóni komist þær í matvæli. Þær skemma miklu meira en þær éta. Þær geta einnig borið smitsjúkdóma og voru til dæmis mikilvægur smitberi svartadauða í Evrópu og Asíu á fyrri öldum. Allstaðar er reynt að fækka rottum eins og hægt er.
Einn helsti óvinur rottunnar í þéttbýli er kötturinn. Minkurinn eyðir henni þar sem hann er en maðurinn er allra hættulegasti óvinurinn.
Svartrottur eru ekki talin nytjadýr heldur miklu frekar skaðvaldar því þær bera með sér mikið af veirum, sníkjudýrum og bakteríum sem geta borist í menn.
Í sumum erlendum tungumálum er svartrottan nefnd skipsrotta því algengt var að hún breiddist út með skipum og gæti lifað góðu lífi um borð. Sagt var rottur yfirgæfu alltaf sökkvandi skip.
Rottueyra: Garðjurt af hjartagrasætt.
Rotta sig saman. Draga sig saman.
Farðu yfir bláu hringina til að fá meiri upplýsingar.