Bjöllulilja

Pyrola rotundifolia

Lýsing

Stofnstæð, þykk blöð nærri kringlótt, 1,5–3 cm að þvermáli, á álíka löngum stilk. Stöngull með fáein, móleit hreisturblöð, ferstrendur. Blóm eru opin og bjöllulaga. Stíllinn skagar út úr krónunni. Blóm sitja í gisnum klasa.

Bjöllulilja líkist klukkublómi sem er mjög algengt.

Nytjar

Seyði af pl??ntunni var notað til lækninga, m.a. við ýmsum húðsjúkdómum og augnbólgum. Te af blöðunum þótti gott við brjóstveiki, blöðrusjúkdómum og til þess að stilla tíðir kvenna.

Greiningarlykill


Blómskipan
Klasi/ax
Blómkróna
5 krónublöð
Blómlitur
Hvítur
Blaðskipan
Stofnhvirfing
Blaðlögun
Venjuleg heil
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt