BERSVÆÐISGRÓÐUR

Berangur setur sterkan svip á landið. Í kjölfar búsetunnar átti sér stað mikil eyðing jarðvegs og gróðurs sem erfitt hefur verið að hemja allt til þessa dags. Auðnir landsins eru samt ekki með öllu gróðurlausar þó að jarðveg skorti. Plönturnar búa yfir sérstökum hæfileikum til þess að ræta sig og kljást við óblíð skilyrði. Á bersvæði mynda plöntur sjaldnast samfellda gróðurþekju heldur vaxa þær jafnan strjált. Nokkuð hefur verið gert af því að rækta upp mela og sanda á undanförnum áratugum. Sums staðar hefur sú uppgræðsla lánast allvel en ekki gengið sem skyldi annars staðar.

Meiri upplýsingar


PLÖNTUR

Alaskalúpína
Bláklukka
Blástjarna
Blóðberg
Eyrarós
Geldingahnappur
Græðisúra
Helluhnoðri
Holtasóley
Holurt
Hóffífill
Kornsúra
Kræklurót
Lambagras
Melasól
Músareyra
Tágamura
Þrenningarfjóla
Þúfusteinbrjótur