STRÖND

Strönd nefnist svæðið þar sem láð og lögur mætast. Breidd strandarinnar er mjög mismunandi og fer eftir staðháttum, aðallega þó halla lands. Við klettótta strönd er breiddin nær engin en við árósa og í grunnum víkum getur hún orðið nokkrir kílómetrar. Neðri mörk strandar eru oft miðuð við mestu stórstraumsfjöru og efri mörkin við hæsta stórstraumsflóð. Við ákvörðun fjörumarka má einnig fara eftir útbreiðslu ákveðinna lífvera.

Meiri upplýsingar


PLÖNTUR

Baldursbrá
Blálilja
Fjöruarfi
Fjörukál
Geldingahnappur
Holurt
Hrímblaðka
Kattartunga
Skarfakál
Tágamura