Blóðberg

Thymus arcticus

Lýsing

Blóðberg er lítill, fíngerður og sígrænn runni. Stönglar eru jarðlægir en blómgreinar uppsveigðar. Blöð lítil, sporbaugótt eða öfugegglaga, á stuttum stilk með útstæð randhár neðan til. Blóm sitja þétt saman í kolli.

Krónublöðin eru oftast rósrauð eða blárauð en á stundum skjóta hvítingjar upp kolli. Bikarinn er klæddur hárkransi sem lokar opinu eins og bómullarhnoðri að lokinni blómgun. .

Nytjar

Seyði eða te af blóðbergi, sem er soðið drykklanga stund í vatni, þykir hressandi bæði til líkama og sálar. Stundum eru höfð með blöð vallhumals, ljónslappa og rjúpnalauf.
Sumir telja að blóðberg megi nota við þvagteppu, flogaveiki, kvefi, harðlífi, hjartveiki og svefnleysi. Plantan lyktar vel og sterkt og er notuð til að krydda lambakjöt.
Víða var blóðberg haft inni til þess að bæta lykt í húsum og á stundum var það lagt í fatakistur.

Greiningarlykill


Blómskipan
Annað
Blómkróna
Annað
Blómlitur
Rauðleitur
Blaðskipan
Gagnstæð
Blaðlögun
Venjuleg heil
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt