Brennisóley
Ranunculus acris
Lýsing
Stofnblöð og neðstu stöngulblöðin eru 5–7-handskipt eða næstum fingruð. Háblöðin eru nærri stilklaus og þrískipt. Stönglar eru hærðir og sléttir.Blómleggir brennisóleyjar eru sívalir, ekki gáróttir. Fagurgul, stór blóm, 1,5–2,5 cm að þvermáli.
Tegundin er allbreytileg og til eru mörg afbrigði.
Nytjar
Blómin eru eitruð og voru áður notuð til að brenna burtu vörtur.Greiningarlykill
Blómskipan
Einstakt blóm
Blómkróna
5 krónublöð
Blómlitur
Gulur
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Skipt/Samsett blöð
Blaðstrengir
Handstrengjótt