Brjóstagras

Thalictrum alpinum

Lýsing

Blöð eru tvífjöðruð, sepótt og blágrá á neðra borði. Stöngullinn er stinnur og mjór, blaðlaus eða einblaða.

Blóm á löngum, sívölum og endastæðum blómklasa. Blómhlíf er einföld og fjólublá, fremur ósjáleg en mest ber á bláleitum þráðum fræfla og gulum frjóhnöppum.

Nytjar

Eins og nafnið gefur til kynna var plantan talin góð við brjóstmeinum kvenna og júgurbólgu. Nöfnin kveisugras og kverkagras benda til þess að það hafi verið notað við innantökum og hálsbólgu.

Greiningarlykill


Blómskipan
Klasi/ax
Blómkróna
4 krónublöð
Blómlitur
Rauðleitur
Blaðskipan
Stofnhvirfing
Blaðlögun
Skipt/Samsett blöð
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt