Fjalldalafífill

Geum rivale

Lýsing

Stofnblöð eru á löngum legg, fjöðruð og bilbleðlótt, með 2 eða 3 aðalbleðla og smærri þar á milli (minna á kálblöð). Stöngulblöð 3-bleðlótt, flipar tenntir. Með axlablöð.

Blóm eru stór og drúpa, dumbrauð á lit. Krónublöðin eru í fyrstu rauðgul en verða holdrauð, þá er á líður.

Nytjar

Rót fjalldalafífils geymir ýmis ilm- og bragðefni sem notuð voru sem krydd bæði í mat og drykk.

Hún þykir styrkjandi, köldueyðandi og svitaleiðandi.

Greiningarlykill


Blómskipan
Annað
Blómkróna
5 krónublöð
Blómlitur
Rauðleitur
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Skipt/Samsett blöð
Blaðstrengir
Handstrengjótt