Alaskalúpína
Lupinus nootkatensis
Lýsing
Blöð eru fingruð á löngum stilk. Þau eru lítið eitt hærð eins og stilkurinn.Blóm eru óregluleg (einsamhverf), blá eða fjólublá. Þau sitja í 20 til 30 cm löngum klasa.
Fræ þroskast inni í belg, sem er loðinn í fyrstu. Hann er myndaður úr frævunni.
Alaskalúpína er ræktuð planta sem flutt var 1945 til Íslands frá Alaska. Á rótum hennar eru bakteríur (gerlar), sem vinna nitur (köfnunarefni) úr andrúmslofti. Nokkrar deilur hafa staðið um ræktun hennar.
Nytjar
Seyði af henni er gefið krabbameinssjúklingum.Greiningarlykill
Blómskipan

Klasi/ax
Blómkróna

Annað
Blómlitur

Blár
Blaðskipan

Stakstæð
Blaðlögun

Skipt/Samsett blöð
Blaðstrengir

Fjaðurstrengjótt