Hárdepla
Veronica officinalis
Lýsing
Blöð stilkstutt, egglaga til oddbaugótt, tennt, meira eða minna hærð, grágræn. Með skriðulum, rótskeytum stöngli, sem sveigir greinarnar upp.Blómin sitja í þéttum klösum upp úr blaðöxlum. Leggir efstu blóma mjög stuttir og aldrei lengri en bikarinn. Ljós- eða fjólublá 6 mm breið króna með dökkum æðum.
Greiningarlykill
Blómskipan

Klasi/ax
Blómkróna

Annað
Blómlitur

Blár
Blaðskipan

Stakstæð
Blaðlögun

Venjuleg heil
Blaðstrengir

Fjaðurstrengjótt