Hjartarfi
Capsella bursa-pastoris
Lýsing
Stofnblöðin eru stilkuð í hvirfingu en stöngulblöðin stilklaus og greipfætt. Þau eru mjög breytileg að gerð.Blóm í klösum. Krónublöð styttri en bikarblöð. Jurtin er auðþekkt á skálpunum, sem eru þríhyrndir og öfughjartlaga.
Nytjar
Í gömlum lækningabókum er plantan sögð blóðstillandi og stöðva blóðnasir og tíðablæðingar. Einnig var hún notuð til að stöðva blæðingar eftir fæðingu. Nöfnin blóðarfi, blóðgras og blóðjurt benda til þess. Seyði af jurtinni skal drekka kalt.Greiningarlykill
Blómskipan

Klasi/ax
Blómkróna

4 krónublöð
Blómlitur

Hvítur
Blaðskipan

Stakstæð
Blaðlögun

Sepótt/Flipótt blöð
Blaðstrengir

Fjaðurstrengjótt