Hóffífill

Tussilago farfara

Lýsing

Stór hóflaga blöð spretta upp af jarðstöngli að lokinni blómgun og í þeim myndast mikil næring, sem geymist vetrarlangt í jarðstöngli og gerir plöntuninni kleift að mynda stöngul og blóm á undan flestum öðrum næsta vor.

Blóm er ein stór karfa á stöngli með rauðleit hreisturblöð; vex snemma upp að vori.

Nytjar

Seyði af blöðum var fyrrum notað við slæmum hósta. Smyrsl af blöðum hans er mjög græðandi.

Greiningarlykill


Blómskipan
Karfa/kollur
Blómkróna
Annað
Blómlitur
Gulur
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Annað
Blaðstrengir
Handstrengjótt