Hvítsmári
Trifolium repens
Lýsing
Blöð eru þrífingruð og eru smáblöðin venjulega með ljósri, odd- eða bogadreginni rönd þvert yfir blaðið. Þegar skyggir, falla blöðin saman. Talið er að hreyfingin dragi mikið úr útgeislun varma yfir nóttina.Blóm sitja mörg saman í kolli. Neðstu blómin springa út fyrst og þau efstu síðast. Krónublöðin falla ekki af við aldinþroskunina og blómkollurinn verður því smám saman brúnn eftir því sem fræin þroskast.
Nytjar
Te af blöðum hvítsmárans þótti gott við bólgu, brjóstveiki, gulu og einkum ígerðum. Graut af blöðum og blómum var talið gott að leggja við bólgur.Sé rótin skorin smátt og seydd í mjólk er hún besti matur. Á rótum eru gerlar, sem binda nitur (köfnunarefni) í andrúmslofti.
Greiningarlykill
Blómskipan
Karfa/kollur
Blómkróna
Annað
Blómlitur
Hvítur
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Skipt/Samsett blöð
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt