Kornsúra

Bistorta vivipara

Lýsing

Blöð eru aflöng, heilrend, græn á efra borði en blágrá á hinu neðra.

Blóm eru í axi, blómhlífin er hvít eða rauðleit. Viðurnafnið vivipara, en svo kallast sá sem fæðir lifandi unga, vísar til blaðgróinna æxlikorna, einkum neðst á axinu, sem smáblöð spretta út úr meðan þau eru á plöntunni.

Nytjar

Kornsúra myndar æxlikorn. Þau voru áður fyrr höfð til matar. Jarðstöngullinn er sætur á bragðið og sækja gæsir í hann.

Seyði af rótinni var talið blóðstillandi og það læknar niðurgang (kveisugras).

Greiningarlykill


Blómskipan
Klasi/ax
Blómkróna
5 krónublöð
Blómlitur
Hvítur
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Mjó blöð
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt