Ljónslappi(-löpp)
Alchemilla alpina
Lýsing
Blöðin eru 5–7 fingruð. Smáblöðin heilrend, nema rétt í oddinn, og silkihærð á neðra borði.Blóm hafa engin krónublöð heldur tvöfaldan bikar, 4 bikarblöð og 4 utanbikarblöð. Blómin sitja í smáskúfum.
Nytjar
Sleppa má út fé, þegar blöðin eru farin að breiða úr sér að vori.Jurtin var notuð til þess að græða sár og skurði og stöðva niðurgang, blóðsótt og blóðlát. Nafnið kverkagras er komið til af því að gott þótti að skola hálsinn með volgu seyði af blöðum hans.
Greiningarlykill
Blómskipan

Annað
Blómkróna

Annað
Blómlitur

Annað
Blaðskipan

Stakstæð
Blaðlögun

Skipt/Samsett blöð
Blaðstrengir

Handstrengjótt