Mosalyng

Cassiope hypnoides

Lýsing

Blöðin eru smá og eru rendur þeirra orpnar aftur á bak, eins og algengt er meðal tegunda af lyngættinni. Plantan er sígrænn, jarðlægur smárunni, sem líkist mosa við fyrstu sýn.

Blóm sitja á enda 6–12 mm langra leggja sem eru fínhærðir og dumbrauðir. Blómkrónan er drúpandi og hylur þannig bæði fræfla og frævu.

Nytjar

Mosalyng líkist mosa við fyrstu sýn. Mjög gott að nota til uppkveikju, því að í plöntunni er efni náskylt terpentínu.

Greiningarlykill


Blómskipan
Einstakt blóm
Blómkróna
5 krónublöð
Blómlitur
Hvítur
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Mjó blöð
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt