Músareyra
Cerastium alpinum
Lýsing
Blöðin eru oft svo þéttstæð, að þau virðast standa í hálfgerðum hvirfingum á sprotaendum. Þau eru egglaga eða oddbaugótt. Tegundin er mjög breytileg en oftast alklædd ljósum og mjúkum hárum.Blóm eru 1–4 á hverjum sprota. Krónublöðin um helmingi lengri en bikarblöð, klofin í endann.
Greiningarlykill
Blómskipan

Annað
Blómkróna

5 krónublöð
Blómlitur

Hvítur
Blaðskipan

Gagnstæð
Blaðlögun

Venjuleg heil
Blaðstrengir

Fjaðurstrengjótt