Skarfakál
Cochlearia officinalis
Lýsing
Stofnblöðin eru í hvirfingu, nýr- eða hjartlaga, á löngum stilk, stöngulblöðin hins vegar stilklaus og greipfætt, allbreytileg að lögun. Oftast eru margir, uppsveigðir og stórgáróttir stönglar á sömu rót.Blóm eru í klösum. Krónublöðin eru um helmingi lengri en bikarblöðin og slær oft á þau rauðleitum blæ. Skálparnir eru hnatt- og egglaga. Mjög breytileg tegund.
Nytjar
Skarfakál er gömul lækningajurt. Hún var talin uppleysandi, þvag- og svitadrífandi, blóðhreinsandi og örva tíðir kvenna. Oft var kálið soðið og lagt í skyr sem geymt var til vetrar. Blöðin eru best fersk. Rótin var borðuð ýmist hrá eða soðin. Plantan er rík af C-vítamíni.Greiningarlykill
Blómskipan
Klasi/ax
Blómkróna
4 krónublöð
Blómlitur
Hvítur
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Venjuleg heil
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt