Sortulyng
Arctostaph. uva-ursi
Lýsing
Blöð eru öfugegglaga eða spaðalaga, þykk, gljáandi og skinnkennd. Blaðstilkur er stuttur. Lyngið er sígrænt og gróft; þetta er jarðlægur runni með rótskeytar greinar, hinar yngstu uppsveigðar og hærðar. Sortulyng þekur þess vegna oft stór svæði.Blóm eru á leggstuttum klasa og drúpa fá saman á endum greina. Aldinið er hárautt og hnöttótt, nefnist lúsamulningur.
Nytjar
Plantan hefur verið notuð til ýmissa hluta. Duft og seyði gert úr berjum og blöðum var haft til lækninga.Úr lynginu var búið til blek en mest var það notað til litunar.
Greiningarlykill
Blómskipan
Annað
Blómkróna
Annað
Blómlitur
Hvítur
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Venjuleg heil
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt