Steindepla
Veronica fruticans
Lýsing
Blöðin öfugegglaga eða oddbaugótt, snubbótt, nokkuð þétt í sér og þurrkennd. Jarðstöngull og neðsti hluti stönguls trékenndur, plantan er því svo kallaður hálfrunni.Blóm eru stór, legglöng, fagurblá og útbreidd (10 mm á breidd) í hálfsveip á stöngulenda. Frjóhnappar hvítir. Til er tilbrigði með rauðum blómum.
Greiningarlykill
Blómskipan

Klasi/ax
Blómkróna

Annað
Blómlitur

Blár
Blaðskipan

Gagnstæð
Blaðlögun

Venjuleg heil
Blaðstrengir

Fjaðurstrengjótt