Stúfa
Succisa pratensis
Lýsing
Stöngull er uppsveigður, oftast ógreindur og með 4–6 gagnstæðum blöðum. Blöð á stöngli eru 4–6, lensulaga og gagnstæð. Stofnblöð eru í hvirfingu, stilkuð, allstór, oddbaugótt eða lensulaga, gishærð og heilrend.Blóm sitja á stöngulenda, mörg þétt saman í kolli sem minnir á körfu fífla. Við hvert blóm stendur hreisturkennt háblað. Bikarinn er tvöfaldur.
Nytjar
Djöflinum var meinilla við lækningaplöntur og reyndi að sporna við notkun þeirra. Eitt ráð hans var að bíta stórt stykki af jarðstöngli stúfunnar til að eyða henni. Af þessu tiltæki er dregið nafnið púkabit.Greiningarlykill
Blómskipan
Karfa/kollur
Blómkróna
4 krónublöð
Blómlitur
Blár
Blaðskipan
Gagnstæð
Blaðlögun
Venjuleg heil
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt