Brönugras

Dacthylorizha maculata

Lýsing

Blöð eru svartflekkótt, 3–8 að tölu, grágræn á neðra borði. Efstu blöð háblaðkennd og mjó.

Blóm eru óregluleg í purpurarauðum, sívölum klasa. Blómhlíf er jafnan fjólublá, með dökkrauðum dröfnum og rákum. Stærsta krónublaðið vísar niður og myndar þríflipaða vör. Breytileg tegund.

Nytjar

Tveir hnúðar eru á rótum plantna af brönugrasaætt og geyma þeir forðanæringu fyrir plöntuna. Þessir hnúðar minna á eistu og hafa fram á þennan dag verið notuð til að örva ástir manna. Í Hálfdánarsögu Brönufóstra er sagt frá því að tröllkonan Brana gaf fóstra sínum grösin til að vekja ástir konungsdóttur og er nafnið brönugras dregið af því.

Greiningarlykill


Blómskipan
Klasi/ax
Blómkróna
Annað
Blómlitur
Rauðleitur
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Venjuleg heil
Blaðstrengir
Bogstrengjótt