Njóli (heimula)

Rumex longifolius

Lýsing

Blöðin eru bæði löng og breið, stilkuð og breiðlensulaga. Við blaðfót er slímkennt slíður. Stöngull er hár, uppréttur, gáróttur, stinnur og trénast með aldrinum.

Blóm í þéttum og blómmörgum, samsettum blómskipunum.

Nytjar

Plantan var notuð sem lækningajurt. Fersk blöð eru hollt kálmeti.

Úr blöðum hans fæst grænn og sterkgulur litur.

Fardagagras er gamalt nafn sem bendir til að menn hafi fyrst tekið blöðin um fardagaleytið

Greiningarlykill


Blómskipan
Klasi/ax
Blómkróna
4 krónublöð
Blómlitur
Annað
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Venjuleg heil
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt