Lyfjagras
Pinguicula vulgaris
Lýsing
Gulgræn og slímug blöð sitja fast niðri við jörð. Skordýr festast í þeim og meltast þar. Frá blöðum vex 6–15 cm langur, blaðlaus leggur og ber blátt, óreglulegt blóm með spora.Nytjar
Lyfjagras var áður notað til að hleypa mjólk til skyrgerðar.Smyrsl af plöntunni var notað við útbrotum, bólgu, sprungum og gömlum sárum. Seyði af blö??unum var talið gott til þess að hreinsa höfuð og styrkja hársvörð til varnar skalla.
Greiningarlykill
Blómskipan

Einstakt blóm
Blómkróna

Annað
Blómlitur

Blár
Blaðskipan

Stofnhvirfing
Blaðlögun

Venjuleg heil
Blaðstrengir

Bogstrengjótt