Blágresi

Geranium sylvaticum

Lýsing

Blöð eru stór, 5–7 handskipt með flipóttum og tenntum blaðhlutum.

Blóm eru stór, 1,5–3 cm að þvermáli, venjulega fjólublá, en á stundum hvít eða rósrauð. Krónublöð um helmingi lengri en bikarblöð, hærð neðst.

Efri hluti stönguls og bikarblöð eru kirtilhærð.

Nytjar

Seyði af blöðunum er sagt eyða blöðrusteini og þykir gott við niðurgangi.

Lita má svart með blöðum séu þau soðin með sortu (rotnaðar plöntuleifar í mýrum) eins og nafnið sortugras bendir til. Nafnið litunargras er dregið af því að fyrrum var litað blátt með jurtinni en aðferðin gleymdist þegar farið var að nota indígó, sem var flutt til landsins.

Greiningarlykill


Blómskipan
Annað
Blómkróna
5 krónublöð
Blómlitur
Rauðleitur
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Sepótt/Flipótt blöð
Blaðstrengir
Handstrengjótt