Holtasóley
Dryas octopetala
Lýsing
Blöðin eru skinnkennd, sígræn, niðurorpin á röndum, gljáandi og dökkgræn en hvítlóhærð á neðra borði. Plantan myndar flatar þúfur með trékennda stöngla.Blómin standa á mjúkhærðum leggjum. Krónublöðin eru átta.
Aldinið er með löngum svifhala.
Nytjar
Blöðin eru mikilvæg fæða rjúpunnar og kallast rjúpnalauf. Te af blöðunum þykir gott.Greiningarlykill
Blómskipan

Einstakt blóm
Blómkróna

6 eða fleiri
Blómlitur

Hvítur
Blaðskipan

Stakstæð
Blaðlögun

Sepótt/Flipótt blöð
Blaðstrengir

Fjaðurstrengjótt