Græðisúra

Plantago major

Lýsing

Blöðin eru breið, egglaga, bogstrengjótt og sitja á 2–5 cm löngum stilk. Leggir eru sívalir og fínrákóttir.

Blóm eru í sívölu, þéttu og löngu axi. Fræflar og frævur skaga langt út úr blómi. Við minnsta andvara blakta fjólubláir fræflar og úr þeim sáldrast frjóduft í miklum mæli.

Fræ græðisúru berast auðveldlega með skófatnaði og dreifist plantan því mjög víða. Fáar tegundir þola jafnmikið traðk. Í N-Ameríku nefnist hún fótspor hvíta mannsins og hér á landi er hún líka kölluð vegbreið og götubrá.

Nytjar

Blöðin eiga að græða sár og draga út gröft. Þess vegna hefur plantan verið nefnd vogsúra (vogur, gröftur), græðiblaðka og læknisblað. Blöðin voru ýmist lögð heil að sári eða búið til úr þeim græðismyrsl.

Greiningarlykill


Blómskipan
Klasi/ax
Blómkróna
4 krónublöð
Blómlitur
Annað
Blaðskipan
Stofnhvirfing
Blaðlögun
Venjuleg heil
Blaðstrengir
Bogstrengjótt